Vefsíðugerð

Færðu fyrirtækið þitt upp á annað stig með okkar vefsíðugerð

Við hjá Klick lítum svo á að vefsíðan eigi að endurspegla gæði og styrkleika þinnar þjónustu.


Einföld umsjón

Vefsíður okkar eru hannaðar til að vera stílhreinar, áhrifaríkar og notendavænar. Með vefumsjónarkerfinu okkar getur þú auðveldlega breytt, hannað og fylgst með frammistöðu vefsíðunnar og séð til þess að samstarfið sé hnökralaust og styðji við þína framþróun.


Áhersla á stafræna markaðssetningu

Með því að nýta víðtæka stafræna markaðsþekkingu Sahara, tryggjum við að vefsíðan þín sé tilbúin fyrir árangursríkar keyptar herferðir á miðlum. Við munum setja upp nauðsynleg verkfæri eins og Facebook Pixel, Google Tag og endurbætur með leitarvélar í huga, til að keyra áfram þitt markaðsstarf.


Komdu þér ofar í leitar-niðurstöðum

Sérfræðingar okkar í leitarvélabestun munu hanna hnökralausa vefsíðu sem skilar þér ofar í niðurstöðum náttúrulegrar leitar á netinu og hjálpar fyrirtækinu að vaxa hraðar.


Minni kostnaður

Skilvirkt umsjónarkerfi í vefhönnun gerir okkur kleift að vista og sérsníða sniðmát til falla vel að þínu vörumerki á fljótlegan og skilvirkan máta, sem aftur leiðir til lægri viðhalds- og hönnunarkostnaðar.


Efnissköpun

Hvort sem þú ert að byrja frá grunni eða vilt bara styrkja vörumerkið þitt, þá er okkar teymi með grafíska hönnuði og textasmiði reiðubúna til að aðstoða. Við búum til grípandi vefborða, tákn, lógó og sannfærandi texta sem endurómar það sem þú vilt koma á framfæri..


Alhliða stuðningur

Fyrir utan hönnunina eina og sér, bjóðum við viðvarandi stuðning og innsýn til að tryggja að vefsíðan þín haldi áfram að virka eins vel og mögulegt er. Markmið okkar er að vera þinn samstarfsaðili í stafrænni velgengni, færa þér verkfæri og þá sérfræðiþekkingu sem þú þarft til að geta vaxið og dafnað á netinu.